Spurningar og svör
Hérna er að finna svör við algengum spurningum sem við fáum.
Nei. Samband þitt við viðskiptavin þinn mun haldast óbreytt. Skuldari greiðir reikninginn í sínum heimabanka eins og ávallt. Þannig verður þinn viðskiptavinur ekki var við neina breytingu.
Við vinnum í samstarfi við innheimtufyrirtækið Motus og þangað fer krafan í innheimtuferli skv. skilgreiningum Faktoríu. Ef innheimtuferlið gengur ekki eftir þá þarf kröfuhafi að greiða til baka fjármögnun eða endurfjármagna með nýrri fjármögnun.
Það er ekki þörf á frekari tryggingum, sjálfskuldarábyrgð né öðrum veðum.
Fyrirtæki af hvaða stærðargráðu sem er getur sótt um fjármögnun en á bak við hverja umsókn þarf að liggja kröfusafn. Áhættumat á greiðendum og kröfuhafa er framkvæmt áður en tilboð er sent til viðskiptavina.
Viðskiptavinir fara inn á sitt svæði á https://secure.faktoria.is og velja þar reikninga sem þeir vilja fá fjármögnun fyrir. Þessir reikningar fara í gegnum áhættumódel Faktoríu og tilboð kemur innan dags. Viðskiptavinur getur samþykkt/hafnað tilboði. Að því loknu fær viðskiptavinur greitt samdægurs inn á sinn reikning umsamda fjárhæð.
Uppsetning og tenging við kerfi Faktoríu tekur 1-3 virka daga. Setja þarf upp kerfið og innheimtustillingar í samstarfi við viðskiptabanka.
Með reikningafjármögnun geta fyrirtæki aukið framlegð og veltuhraða krafna með umbreytingu á greiðslufresti yfir í staðgreiðslu. Reikningafjármögnun jafnar greiðsluflæði inn í rekstur án frekari skuldsetningar og skerðingu á eiginfjárstöðu fyrirtækis.
Í boði er fjármögnun reikninga.