FAKTORÍA Í LIÐI MEÐ ÞÉR – KÚ MJÓLKURBÚ EHF

“KÚ var stofnuð í ársbyrjun 2010 og var fyrst um sinn eingöngu í framleiðslu á sérostum þ.e. Ljúfling, Öðlingi, Firðing og Bitlingi. Á árinu 2016 var tekin ákvörðun um að flytja fyrirtækið í stærra húsnæði að Kársnesbraut 96 í Kópavogi og auka vöruframboð og fjölbreytni. Faktoría hefur verið lykil samstarfsaðili okkar í því að stækka fyrirtækið og gera okkur kleift að byggja upp ný viðskiptatækifæri með viðskiptavinum okkar. Þannig hefur okkur tekist að stækka tekjugrunn fyrirtækisins með nýjum vörum eins og framleiðslu á Mozzarella osti bæði rifnum og ferskum, kryddsmjöri, rjómaosti. Á næstunni mun svo koma á markað fjöldi nýrra afurða eins og jógúrt, súrmjólk, ab-mjólk og sýrður rjómi. Einnig höfum við hafið framleiðslu á majonesi og fleiri afurðum ótengdum mjólk. Það mikilvægt fyrir fyrirtæki í miklum vexti að eiga trygga samstarfsaðila eins Faktoría sem leggja okkur lið í fjármögnun. Samstarfið við Faktoría hefur reynst vel, verið náið og traust.”

Kveðja, 
Ólafur M. Magnússon

Við vitum hversu mikilvægt það er að hafa skjótan og hagkvæman aðgang að fjármagni, án þess að það hafi áhrif á þín viðskiptasambönd. Faktoría í liði með þér.