fbpx

Af hverju Faktoría?

Við veitum fyrirtækjum í vexti skjótan og hagkvæman aðgang að fjármagni. Kerfið okkar gerir þér kleift að fá fjármögnun reikninga afgreidda innan sólahrings að jafnaði. Þjónustan okkar stendur öllum fyrirtækjum til boða og að kostnaðarlausu.

Vaxa

Borga reikninga

Kaupa aðföng

Borga laun

Auka umsvif

Dæmi um fjármögnun hjá Faktoría

 • Þú sækir um fjármögnun á reikningi að fjárhæð 1.000.000 kr. til 25 daga.

 • Faktoría heldur eftir 10% reiknings (100.000 kr.) í tryggingu þangað til hann er uppgerður.

 • Þú færð tilboð upp á 2,5% (25.000 kr.)

 • Þú samþykkir tilboð og færð lagt inn á þig stuttu síðar 875.000 krónur sem er andvirði höfuðstóls að frádreginni tryggingu og kostnaði.

 • Þegar krafa gerist upp 25 dögum síðar færð þú 100.000 kr. (trygginguna) lagða inn á þig.

*Greiðist reikningur seint berð þú sem lántaki ábyrgð, vextir eru þá 0,025 = 0,001 eða 0,1% pr. hvern dag sem farið er fram yfir og dregst af tryggingu. **Taka skal fram að tilboð eru breytileg eftir forsendum reiknings

Reikningar sýnilegir á þínu svæði

Hvað gerist þegar þú hefur fengið aðgang að kerfi Faktoría?

 • Þínar innheimtukröfur (reikningar) verða sýnilegar í kerfum Faktoría.

 • Þú velur þá reikninga sem þú vilt fá tilboð í.

Tilboð móttekið

 • Allar umsóknir eru aðgengilegar undir “Umsóknir” í vinstri valmynd.

 • Þú getur smellt á umsóknarnúmer og skoðað umsóknina.

Upplýsingar um tilboð

 • Með því að smella á umsóknarnúmer getur þú skoðað hvaða reikningar eru í hverri umsókn fyrir sig þ.e. ef um fleiri en eina umsókn er að ræða.

 • Þegar tilboð berst í umsóknina er hægt að samþykkja eða hætta við umsókn.

 • Fyrirtæki er aldrei skuldbundið því að taka tilboði frá Faktoría.

Viðskiptayfirlit

Undir „Faktorað“ getur þú skoðað alla útistandandi reikninga og þá reikninga sem þegar hafa verið greiddir.

Hafa samband

Ef það vakna einhverjar spurningar um þjónustu Faktoría þá endilega hafðu samband eða hringdu í síma 415-8900 og við getum svarað öllum þínum spurningum.

Smelltu hér til að ná í kynningu á Faktoría

FINNUR GUNNARSSOn

finnur@faktoria.is
415-8920 | 694-2090

Aron Örn Þórarinsson

aron@faktoria.is

415-8930